Dánaraðstoð – hvað er að gerast á Norðurlöndum?

Í dag, 2. nóv­em­ber, er dagur dán­ar­að­stoð­ar­ og í til­efni þess ætlum við und­ir­rituð að gera grein fyrir því sem er að ger­ast á Norð­ur­lönd­um.

Fyrsti fundur nor­rænna félaga um dán­ar­að­stoð

Við áttum þess kost að sitja fyrsta fund ­fé­laga um dán­ar­að­stoð fyrri hluta októ­ber­mán­aðar en hann fór fram í Stokk­hólmi. Þátt­tak­endur voru 15 frá öllum Norð­ur­lönd­unum en stærsti hóp­ur­inn var að ­sjálf­sögðu frá sænska félag­inu „Rätten Till en Vär­dig Död” (RTVD).

Hóp­ur­inn sam­an­stóð af fólki með mis­mun­and­i bak­grunn. Þarna voru fjórir lækn­ar, geð­lækn­ir, kven­sjúk­dóma­lækn­ir, skurð­lækn­ir, ­sér­fræð­ingur í líkn­ar­með­ferð, hjúkr­un­ar­fræð­ingur en einnig fólk sem starfar utan heil­brigð­is­sviðs­ins, tveir heim­spek­ingar og fólk frá ýmsum fag­stétt­u­m. Flestir hafa reynslu af því að hafa umgeng­ist ætt­ingja eða vini sem þjáðust ­mikið áður en þeir dóu eða frömdu sjálfs­morð vegna sjúk­dóms­ins. Ein­stak­ling­ar tengj­ast einnig mál­efn­inu út frá sið­ferði­legum þáttum og mann­rétt­ind­um.

Greini­legt er að aðstæður eru afar mis­mun­andi. Fjöl­menn­asta félagið er það norska, "For­en­ingen Retten til en verdig død", með um 3.000 félaga, síðan það sænska með 2.000 félaga, finnska félag­ið Ex­itus er með 340 félaga, Lífs­virð­ing hér­lendis með 195 en í Dan­mörku er ekki til eig­in­legt félag heldur eru starf­andi hópar með mis­mun­andi nálgun á mál­efn­inu.

Dán­ar­að­stoð – þrjár leiðir

Áður en lengra er haldið er rétt að benda á að það er almennt talað um að not­ast við þrjár mis­mun­andi leiðir við dán­ar­að­stoð. Þær eru:

    • ”Hol­lenska leið­in” (eut­hanasia) – Lækn­ir ­gefur ban­væna lyfja­gjöf í æð – Holland, Belgía, Lúx­em­borg og Kól­umbía. Einnig er í boði “sviss­neska leið­in” en yfir­gnæf­andi flestir velja að læknir annist lyfja­gjöf­ina.
    • “Sviss­neska ­leið­in” (assi­sted suicide) - Ein­stak­ling­ur­inn inn­byrðir sjálfur ban­væna blönd­u hjá sam­tökum sem útvega lyf­seð­ils­skyld lyf í gegnum lækni.
    • “Or­egon-­leið­in” - Læknir skrifar upp á ban­vænu lyfja­blöndu sem ein­stak­ling­ur­inn sækir í apó­tek og inn­byrðir sjálf­ur. Þetta stendur bara til boða þeim sem eru haldn­ir ólækn­andi sjúk­dómi og eiga aðeins sex mán­uði eftir ólif­aða. Níu ríki USA auk Was­hington DC og eitt fylki í Nýja Mexíkó. Nýlega hafa tvö fylki Ástr­al­íu ­sam­þykkt lög um dán­ar­að­stoð og not­ast er við þessa leið.

Einnig ber að geta þess að í sumum ríkj­u­m, t.d. Sví­þjóð og Finn­landi, er heim­ilt að aðstoð fólk við að taka eigið líf en þó er það ekki heim­ilt með þátt­töku lækna.

Afstaða lækna

Því hefur stað­fast­lega haldið fram af and­stæð­ingum dán­ar­að­stoðar hér á landi að læknar hér á landi séu alfarið á mót­i því að heim­ila dán­ar­að­stoð. Einnig er því haldið fram að and­staða lækna ­gagn­vart dán­ar­að­stoð á Norð­ur­löndum sé afger­andi og þar með ætti umræð­unni að vera lok­ið.

Á fundi okkar með nor­rænum kol­legum komu hins ­vegar fram eft­ir­far­andi upp­lýs­ingar um afstöðu lækna. Nið­ur­stöð­urnar sýna ­stuðn­ing við dán­ar­að­stoð:

    • Nor­egur – 30% (2019 - árið 2009 var ­stuðn­ing­ur­inn 15%)
    • Finn­land – 46% (2013 – stuðn­ingur var 29% árið 2002)
    • Sví­þjóð – 33% (2013)
    • Ísland – 18% (2010 - 5% árið 1997)

Stuðn­ingur lækna hefur vaxið stöðugt í öllum lönd­un­um. Eftir bestu vit­neskju hafa við­horf ekki verið könnuð í D­an­mörku.

Afstaða hjúkr­un­ar­fræð­inga

Hjúkr­un­ar­fræð­ingar eru sá hlut­i heil­brigð­is­starfs­fólks sem er í nán­ustu sam­skiptum við sjúk­linga og því ­mik­il­vægt að hlusta á raddir þeirra. Hér eru nið­ur­stöður um þeirra skoð­un:

    • Nor­egur – 40% (2019 - 25% árið 2009)
    • Finn­land – 74% (2016)
    • Sví­þjóð – ??
    • Dan­mörk – ??
    • Ísland – 20% (2010 - 9% árið 1997)

Tölur frá Sví­þjóð er ekki hægt að fá stað­fest­ar enn og því ekki birtar hér. Þess skal getið að finnsku hjúkr­un­ar­fræð­ing­arnir vor­u ­spurðir um stuðn­ing við eut­hanasia sem er aðferð notuð m.a. í Hollandi, Belg­íu, Lúx­emburg og Kól­umbíu. Það kom einnig fram í könn­un­inni að 90% þeirra telja að það sé réttur sjúk­lings­ins að hafa val um dán­ar­að­stoð.

Afstaða almenn­ings

Sam­merkt stöðu mál­efnis dán­ar­að­stoðar er að þing­menn eru EKKI að hlusta á vilja almenn­ings. Fram­kvæmdar hafa ver­ið kann­anir í öllum þessum löndum nema Dan­mörku. Spurn­ing­arnar snú­ast um hvort við­kom­andi styðji að dán­ar­að­stoð sé veitt óski ein­stak­lingur eftir því við ­sér­stakar aðstæður (óbæri­legar kval­ir, ólækn­andi sjúk­dóm, skammt eftir ólif­að). ­Nið­ur­stöð­urnar eru eft­ir­far­andi:

    • Nor­egur – 76% (14% á móti en 10% taka ekki af­stöðu)
    • Finn­land – 46% (2002 – stuðn­ingur við dán­ar­að­stoð)
    • Sví­þjóð – 33%
    • Dan­mörk – ??
    • Ísland – 75% (91% ef aðeins er tekið til­lit til­ þeirra sem tóku afstöðu)

Það sem ofan­greindar nið­ur­stöður sýna er að stað­hæf­ingar um að læknar á Norð­ur­lönd­unum séu and­stæð­ingar dán­ar­að­stoðar eiga ­sér ekki stoð. Þvert á móti hefur stuðn­ingur auk­ist veru­lega á skömmum tíma. Ein af ástæðum þess er að heil­brigð­is­starfs­fólk er farið að við­ur­kenna rétt ein­stak­lings­ins til að taka ákvörðun um enda­lok lífs síns við til­tekn­ar að­stæð­ur. Einnig má álykta að með stuðn­ingi við dán­ar­að­stoð felist við­ur­kenn­ing á að hún sé hluti af lífsloka­með­ferð sjúk­lings.

Nýj­ustu tölur frá Íslandi eru nokk­uð gamlar en þar kemur fram að stuðn­ingur lækna við dán­ar­að­stoð fer úr 5% í 18% á 13 árum og stuðn­ingur hjúkr­un­ar­fræð­inga fer úr 9% í 20% á sama tíma.

Hvað er að ger­ast á Alþingi?

Í júní síð­ast­liðnum var sam­þykkt ­skýrslu­beiðni á Alþingi til heil­brigð­is­ráð­herra. Beiðnin gengur út á að ráð­herra taki sam­an ­upp­­lýs­ing­ar um dán­­ar­að­stoð og þróun lag­­ara­mma um hana þar sem hún er ­leyfð, sem og tíðni, ástæður og skil­yrði dán­­ar­að­stoðar og hver reynsl­an hef­­ur ver­ið. Einnig verði skoðað í öðrum löndum sem ekki leyfa dán­ar­að­stoð hvern­ig um­ræðan er og hvort unnið sé að laga­setn­ingu.

Þá er í skýrslu­beiðn­inni óskað eftir að fram­kvæmd verði skoð­ana­könnun meðal heil­brigð­is­starfs­manna um afstöðu þeirra til dán­ar­að­stoð­ar. Und­an­farin ár hefur verið talað um að upp­byggj­andi umræða um dán­ar­að­stoð þurfi að eiga sér stað. Það er því afar mik­il­vægt að safna of­an­greindum upp­lýs­ing­um.

Sam­an­dregið

Á öllum Norð­ur­löndum nema Dan­mörku eru ­starf­andi félög um dán­ar­að­stoð. Við­horf heil­brigð­is­starfs­manna til­ dán­ar­að­stoðar hefur verið að breyt­ast mjög hratt. Yfir­gnæf­andi stuðn­ing­ur al­menn­ings er við dán­ar­að­stoð.

Við vonum að þessi grein gefi vís­bend­ing­u um afstöðu okkar nán­ustu nágranna og vekji von í brjósti um að ekki líði lang­ur ­tími þar til dán­ar­að­stoð verði hluti af líkn­ar­með­ferð hér á landi.

Greinarhöfundar eru Bjarni Jóns­son og Syl­vi­ane Lecoul­tre, stjórn­ar­menn í Lífs­virð­ingu. Birtist á kjarninn.is 2. nóvember 2019.