fbpx

Greinasafn

Hvetjum Læknafélag Íslands til að virða meirihlutasjónarmið lækna um dánaraðstoð

Höfundar þessarar greinar eru meðal stofnenda Lífsvirðingar, félags um dánaraðstoð, sem hóf starfsemi í janúar 2017. Eitt af markmiðum þess er að stuðla að opinni, uppbyggilegri og víðtækri umræðu um dánaraðstoð.

Meirihluti heilbrigðisstarfsmanna hlynntur því að dánaraðstoð verði leyfð

Síðastliðið vor fól Alþingi heilbrigðisráðherra að láta gera skoðanakönnun um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks, sjúklinga og almennings til dánaraðstoðar. Gallup sá um framkvæmd könnunarinnar og voru niðurstöðurnar birtar á vef Alþingis 8. júní sl. 

Íslendingar vilja að læknar veiti dánaraðstoð

Samkvæmt könnun Maskínu, sem var framkvæmd síðastliðið haust, eru 76,2% Íslendinga hlynntir dánaraðstoð. 6,6% svara því til að þau séu „Mjög andvíg“ eða „Fremur andvíg“ og 17,2% svara „Í meðallagi“.

Hvað er gott eða virðulegt andlát?

Við hugsum sjaldan mikið um eigið andlát fyrr en það er yfirvofandi. Sigmund Freud sagði reyndar að við værum ófær um að ímynda okkur eigið andlát. Jafnvel þó að við vitum og getum ímyndað okkur fráfall einhvers annars, erum við sannfærð um eigin ódauðleika.

Dánaraðstoð þegar lífsgæði skerðast

Þar sem dánaraðstoð er leyfð er hún háð ströngum skilyrðum. Eitt af því sem tengist umræðunni um dánaraðstoð er hugtakið lífsgæði. Ein leið til að skilgreina lífsgæði er sú gleði, ánægja og lífsfylling sem einstaklingur upplifir í daglegu lífi.