fbpx

Greinasafn

Dánaraðstoð þegar sjúkdómurinn verður óbærilegur

Ástæður þess að alvarlega veikt fólk tekur þá ákvörðun að biðja um dánaraðstoð eru umhugsunarefni fyrir alla sem hafa skoðun á lögleiðingu hennar. En dánaraðstoð er sá verknaður að binda enda á líf einstaklings af ásetningi og að ósk hans, eftir ströngum skilyrðum.

Endurvekjum lífsviljaskrána

Lífsviljaskrá (e. advance directive eða living will) er skrifleg viljayfirlýsing sem geymir óskir einstaklings um meðferðir við lífslok sé hann sjálfur ekki fær um að hafa áhrif á þær meðferðir vegna andlegs eða líkamlegs ástands svo sem sjúkdóma eða slysa.

Dánaraðstoð og tilvistarþjáning frá sjónarhóli fagfólks

Undanfarna áratugi hefur verið deilt um hugtakið tilvistarþjáningu en hún er oft ein af ástæðum þess að fólk óskar eftir dánaraðstoð og mikilvægur þáttur sem hefur áhrif á lífsgæði. Um er að ræða tilfinningaþrungið og flókið umræðuefni sem kallar fram sterkar skoðanir frá báðum hliðum rökræðunnar.

Lífsgæði fram að síðasta andardrætti

Gian Domenico Borasco, sem er prófessor í líknarlækningum við háskólann í Lausanne í Sviss og yfirmaður líknarþjónustu háskólasjúkrahússins, telur að við verðum að sætta okkur við eigin dauðleika og undirbúa andlát okkar löngu áður en við stöndum frammi fyrir því vegna elli, veikinda eða slyss.

Dánaraðstoð er rétturinn til að velja sína hinstu stund

Fyrir nokkrum vikum var Staffan Bergström, sænskur læknir og fyrrum formaður sænska félagsins um dánaraðstoð, sviptur læknaleyfinu. Ástæðan var sú að árið 2020 aðstoðaði hann einstakling með langt genginn MND sjúkdóm við að binda enda á líf sitt.